Ég er stoltur af því að greiða skatta

Næstu ár verða erfið. Það vitum við öll og ég nenni eiginlega ekki að tala mikið meira um það. Ég vil tala um hvernig við náum okkur upp og út úr ástandinu. Eitt af verkfærunum til þess er skattkerfið. Við eigum ekki að skammast yfir því að greiða skatta heldur að vera stolt af því að taka þátt í að byggja upp á ný.


Við þurfum ekkert að finna upp hjólið í skattamálum. Þar getum við lært mikið af hinum Norðurlandaþjóðunum. Skattar eru ekki vondir, þeir eru leið til að jafna tækifæri. Við berum ábyrgð hvert á öðru og meðal annars pössum við upp á hvert annað í gegnum skattana okkar. Skattkerfið okkar er hins vegar ekki endilega það besta í heimi. Það er gallað og það er ósanngjarnt. Þessu þarf að breyta. Og það þarf ekkert að vera flókið. Það er augljóst að leiðarljósið í þessari uppstokkun verður jafnaðarstefnan.


Stefna Samfylkingarinnar er jafnaðarstefna og grunngildi hennar eru jafnrétti, frelsi og samábyrgð. Samábyrgðin hefur aldrei verið mikilvægari ein einmitt nú.


Fyrri ríkisstjórn fór út af brautinni og við þurfum að koma okkur upp á hana aftur. Ég ætla að koma okkur aftur upp á brautina og ég vil að þið hjálpið mér við það. Þetta verður ekkert hægt nema við séum öll saman í þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Logi:)

 Ég er líka stolt af því að greiða skatta. Raunar er mitt álit það að það mætti nota þá enn betur sem jöfnunartæki. Síðustu ríkisstjórnir hafa haft það að leiðarljósi að hafa tekjuskattinn sem flatastann sem hefur ekki þjónað lág- og millitekjufólki að neinu marki. Hins vegar hafa þær beitt sér til þess að sem minnst mæði á þeim sem mest hafa, sbr. fjármagnstekjuskatt sem ekki ber þau gjöld sem áðurnefndir tekjuflokkar þurfa að greiða með sínum sköttum.

 mbk, Herdís

Herdís Björk Brynjarsdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband