VIÐ ÞURFUM AÐ ENDURNÝJA LISTANN

Nú eru uppi ríkar kröfur um nýja og ferska sýn á hlutina.  Mikilvægt er að opna glugga Alþingis, hleypa inn ferskum vindum og ræsta út.  .  Pólitík verður héðan í frá ekki rædd í fermetrum af bundnu slitlagi, heldur lykilhugtökum eins og jafnrétti, réttlæti og víðsýni.  Nú er einstakt lag til nýsköpunar og að henni þarf að koma skapandi hugsun.

Alþingi á að endurspegla þarfir og óskir fólksins.  Þess vegna þurfum við  meiri fjölbreyttni á þing;  konur og karla á öllum aldri, með ólíkan bakgrunn.  En umfram allt hugmyndaríkt fólk, með sjálfstæðar skoðanir, sem þorir að standa gegn flokksræðinu.

Við þurfum líka alþingismenn úr röðum hins almenna borgara. Sem ekki hafa alist upp inni í flokkunum frá 16 ára aldri, lært öll trixin og  klisjurnar .  Sem hafa gengið með þingmann í maganum í 30-40 ár.  Við þurfum fólk sem nógu staðfast til að standa á grundvallarmarkmiðum jafnaðarstefnunnar, en þó nógu víðsýnt til að skoða með opnum hug og tileinka sér hugmyndir, jafnvel þótt þær komi frá fólki úr öðrum flokkur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband