4.3.2009 | 08:31
AÐ GERA ÚLFALDA ÚR MÝFLUGU
Sá forsíðu DV í morgun. Þar er útgáfa Sigmundar Ernis á bæklingi gerð tortryggileg. Ég á enn eftir að lesa greinina og bíð með að tjá mig um hana. Ég hef hins vegar séð umræddan bækling Sigmundar, sem málið snýst um. Hann er látlaus og hófstilltur og hreint ótrúlegt að hann veki upp einhver slík viðbrögð, þó svo að hann hafi etv. verið prentaður í prentsmiðju. Sennilega hefur Simmi gert það sem rétt var að fara ódýrari leiðina við útgáfu hans. Ég hef verið að rembast við það að prenta þetta út á "heimagræjum" og efast um að kostnaðurinn verði minni en ef ég hefði farið leið Simma. Sndi Simma baráttukveðjur og vona að þetta hafi ekki áhrif á hann.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.